Laust til umsóknar. Starf skólastjóra.

Skólastjóri Stóru-Vogaskóla


Í Sveitarfélaginu Vogum búa tæplega 1.300 íbúar. Þéttbýliskjarninn í Vogum er staðsettur nokkurn vegin miðja vegu milli höfuðborgarsvæðisins og alþjóðaflugvallarins. Sveitarfélagið starfrækir grunnskóla, leikskóla, íþróttamiðstöð, íþróttamannvirki, félagsmiðstöð unglinga, félagsstarf eldri borgara, umhverfisdeild svo það helsta sé talið. Flest atvinnufyrirtækin eru tengd matvælaframleiðslu

Sveitarfélagið auglýsir nú laust til umsóknar starf skólastjóra Stóru-Vogaskóla. Skólinn er heildstæður grunnskóli, með rúmlega 170 frábæra nemendur innanborðs. Skólastarfið er í senn metnaðarfullt og faglegt, enda hefur skólinn á að skipa einvala liði úrvals starfsfólks.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að ljá stjórnun skólans krafta sína og hæfileika. Auk kennaramenntunar er gerð krafa um framhaldmenntun, svo sem stjórnun menntastofnana eða sambærilegt. Lögð er áhersla á leiðtogafærni, hæfni í mannlegum samskiptum og eiginleikann til að hrífa samstarfsfólk og nemendur með sér til góðra verka, öflugs skólastarfs og framfara.

Umsóknarfrestur er til 25. febrúar 2018. Vinsamlegast beinið fyrirspurnum um starfið á netfangið skrifstofa@vogar.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar niðurstaða er fengin.

Vogum, 10.2.2019

Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri