Laust starf umsjónarmanns leikjanámskeiðs

Umsjónarmaður leikjanámskeiðs

Leitað er að einstaklingi til að sjá um námskeið sumarsins. Umsækjendur þurfa að geta skipulagt daglegt starf námskeiðanna og stjórnað ungmennum úr vinnuskóla sem verða til aðstoðar á námskeiðunum. Skilyrði er að umsækjandi sé á 19. aldursári eða eldri.

Nánari upplýsingar um starf umsjónarmanns leikjanámskeiðs veitir Guðmundur Stefán, Íþrótta- og tómstundafulltrúi í síma 793-9880.

Öll eru hvött til að sækja um ofangreind störf.

Vinnuskóli Sveitarfélagsins Voga er vímulaus vinnustaður

Umsóknir sendist  á gudmundurs@vogar.is fyrir  8. júní næstkomandi.