Laust starf til umsóknar

Matráður og móttökustarfsmaður í Álfagerði

Sveitarfélagið Vogar auglýsir laust til umsóknar 50% starf matráðs og læknamótttöku í Álfagerði, þjónustumiðstöð 60 ára og eldri. Um framtíðarstarf er að ræða.

Verksvið
Starfið felst í umsjón með eldhúsi, móttöku og framreiðslu hádegisverðar kl. 11:30 alla virka daga auk frágangs. Starfið felur einnig í sér umsjón með veitingum á tilfallandi viðburðum í félagsstarfi eldri borgara seinnipart og á kvöldin.
Að auki fer fram læknamóttaka  á þriðjudagsmorgnum í Álfagerði og ber viðkomandi ábyrgð á því að taka á móti skjólstæðingum og innheimta greiðslur.

Hæfniskröfur
Reynsla af ofangreindum verkefnum sem nýst getur í starfi.
Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja.

Um 50% starf er að ræða og er vinnutími sem hér segir;
Mánudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 10-13
Þriðjudaga (læknamóttaka) kl. 9-13
Miðvikudaga kl. 10-17

Starfið er laust um áramótin, og því kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.


Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í síma 440-6200, einnig má senda fyrirspurn á netfangið asgeir@vogar.is


Umsóknarfrestur er til og með 21. desember 2018. Umsóknum skal skila á netfangið skrifstofa@vogar.is