Lausar stöður kvenkyns sundlaugavarða

Lausar stöður kvenkyns sundlaugavarða

Lausar eru til umsóknar tvær hlutastöður kvenkyns sundlaugarvarða við Íþróttamiðstöð Sveitafélagsins Voga.

Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri, lokið námskeiði í skyndihjálp og standast sundpróf laugarvarða samkvæmt reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.

Í starfi sundlaugarvarðar felst m.a:

  • Sinnir eftirliti og gætir öryggis gesta í sundlaug, pottum og eimbaði.
  • Hefur reglulegt eftirlit með vatnsgæðum, tekur sýni, mælir klór og sýru gildi.
  • Tekur á móti fjölbreyttum hópi gesta, afgreiðir og veitir upplýsingar.
  • Sinnir klefa- og sundlaugargæslu og aðstoðar eins og við á.
  • Tekur við fjármunum og gerir afgreiðslukassa upp eftir lokun.
  • Er í samskiptum við yfirmann, samstarfsfólk, viðskiptavini, kennara og þjálfara.
  • Þrífur og yfirfer sundlaugarsvæði bæði úti og inni daglega.
  • Kappkostar að fyllsta hreinlætis sé gætt og reglum fylgt.


Hæfniskröfur:

  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og rík þjónustulund.
  • Reynsla af starfi sundlaugavarðar er kostur.
  • Reynsla af starfi með börnum og unglingum.
  • Tölvukunnátta.
  • Hreint sakavottorð.
  • Jákvæðni og góð mannleg samskipti

Laun taka mið af starfsmati og kjarasamningum viðkomandi hjá starfsmannafélagi Suðurnesja við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður, Guðmundur Stefán Gunnarsson, í síma 793-9880 eða í tölvupósti á netfangið gudmundurs@vogar.is

Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 08.01. 2024.

Umsóknum ásamt ferilskrá skal skila á netfangið gudmundurs@vogar.is