Kynning tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 og tillaga að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu vegna nýs vatnsbóls.

 

Kynning tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 og tillaga að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu vegna nýs vatnsbóls.

Sveitarfélagið Vogar kynnir hér með, skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028, sem felst í breyttri staðsetningu á fyrirhuguðu vatnsbóli þéttbýlisins í Vogum (VB-2) og deiliskipulag vegna nýs vatnsbóls ásamt umhverfisskýrslu skv. 4. mgr. 40. gr. sömu laga.

Tillögurnar eru  til kynningar frá og með 11. nóvember 2019 til og með 25. nóvember 2019 og eru aðgengilegar á vef Sveitarfélagsins Voga, þar sem má kynna sér þær á slóðinni: https://www.vogar.is/is/thjonusta/skipulag/skipulag-i-kynningu

Tillögurnar verða til sýnis og umræðu hjá skipulags- og byggingarfulltrúa miðvikudaginn 20. nóvember nk. á milli kl. 15:30-16:30 á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga að Iðndal 2.

 Ábendingum vegna tillagnanna má senda skriflega til Sveitarfélagsins Voga með bréfi eða tölvupósti á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en 25. nóvember 2019.

Að lokinni kynningunni verður unnið úr þeim ábendingum sem kunna að vera gerðar við tillögurnar. Að því loknu verða endanlegar tillögur teknar til umfjöllunar hjá skipulagsnefnd og að henni lokinni lagðar fyrir bæjarstjórn til samþykktar til formlegrar auglýsingu þeirra, skv. 31. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gefst þá tækifæri til að gera formlegar athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins athugasemdafrests.

 

Vogum, 11. nóvember 2019

Skipulags- og byggingarfulltrúi