Kynning á aðalskipulags-og deiliskipulagsbreytingu í Hvassahrauni

Sveitarfélagið Vogar auglýsir hér með til kynningar tillögur að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 og deiliskipulagi fyrir frístundabyggðina Hvassahrauni, skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunum felst m.a. að skilgreind er heimild til gististarfsemi og lóðum fjölgað um eina, gerðar breytingar á byggingarreitum tveggja lóða, hámarksstærð og hámarkshæð húsa aukin.

Tillögurnar eru  til kynningar frá og með 5. júní 2019 til og með 14. júní 2019 og eru aðgengilegar á vef Sveitarfélagsins Voga, þar sem má kynna sér þær á slóðinni: https://www.vogar.is/is/thjonusta/skipulag/skipulag-i-kynningu . Tillögurnar verða til sýnis og umræðu hjá skipulags- og byggingarfulltrúa þriðjudaginn 11. júní nk. á milli kl. 15:30-16:30 á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga að Iðndal 2. Ábendingum vegna tillagnanna má senda skriflega til Sveitarfélagsins Voga með bréfi eða tölvupósti á netfangið skrifstofa@vogar.is, fyrir 14. júní 2019.

Að lokinni kynningunni verða tillögurnar teknar til umfjöllunar hjá skipulagsnefnd og að henni lokinni lagðar fyrir bæjarstjórn til samþykktar fyrir formlega auglýsingu þeirra. Gefst þá tækifæri til að gera formlegar athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins athugasemdafrests.

 

Vogum, 5. júní 2019

Skipulags- og byggingarfulltrúi