Kvenfélagið Fjóla 100 ára

Sveitarfélagið Vogar sendir kvenfélagskonum í Kvenfélaginu Fjólu innilegar hamingjuóskir á 100 ára afmæli félagsins. Í tilefni afmælisins færði sveitarfélagið kvenfélaginu peningagjöf með innilegu þakklæti til kvenfélagskvenna fyrir þeirra mikilvægu og fórnfúsu störf í þágu samfélagsins í Vogum.

Afmælinu var fagnað í byrjun nóvember og af því tilefni veitti kvenfélagið styrki til þó nokkra verkefna með áherslu á nærumhverfi félagsins. Ekki er hægt að segja annað en að gjafir kvenfélagsins í gegnum tíðina hafi komið að góðum notum og hafi nýst vel og lengi. Og er skemmtilegt að segja frá því að  Heiða leikskólastjóri og kvenfélagskona sendi okkur nýlega mynd af bókum sem kvenfélagið hefur gefið leikskólanum og er enn verið að lesa í leikskólanum.

Bestu þakkir aftur til ykkar kæru kvenfélagskonur!

 

Kvenfélagskonur ásamt Ásu Árnadóttur sem var heiðruð sérstaklega í tilefni afmælisisn, Guðlaugur Atlason eiginmaður hennar er til vinstri.

 


Nokkrar bækur sem leikskólinn hefur hlotið í gjöf frá Kvenfélaginu í gegnum árin