Krafa um lóðahreinsun – Hafnargata 101

Skorað er á eigendur lausafjármuna á lóð sveitarfélagsins við Hafnargötu 101 (grænn reitur) að fjarlægja þá fyrir 25. ágúst næstkomandi. Eftir þau tímamörk áskilur sveitarfélagið sér þann rétt að fjarlægja ósótta lausafjármuni og koma þeim í förgun.

Eigendur annarra lóða við Hafnargötu er bent á skyldur sínar um að halda lóðum sínum hreinum og snyrtilegum sbr. 1. mgr. 18. gr reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002:

18. gr. Eigandi eða umráðamaður húss eða mannvirkis skal halda eigninni hreinni og snyrtilegri ásamt tilheyrandi lóð og girðingum, þannig að ekki valdi öðrum ónæði. Ekki má haga hreinsun húsa, húshluta og húsmuna þannig að leitt geti til óþrifnaðar eða ónæðis fyrir aðra.

 

 Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs