Kjörskrá vegna Alþingiskosninga 25. sept. 2021

Bæjarstjórn hefur samþykkt kjörskrá fyrir Alþingiskosningar sem verða 25. september næstkomandi og liggur kjörskráin frammi á bæjarskrifstofunni fram að kjördegi þar sem hægt er að koma og fletta upp í henni á opnunartíma skrifstofunnar.

Kjörskráin er gerð skv. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 36/1945 um framboð og kjör forseta íslands, sbr. lög um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Kosningarétt eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem eru orðnir 18 ára þegar kosning fer fram og eru skráðir með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi fimm vikum fyrir kjördag (21. ágúst 2021). 

Danskir ríkisborgarar geta átt kosningarétt skv. lögum nr. 85/1946 og þá eiga íslenskir ríkisborgarar sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda eftir 1. desember 2012 og náð hafa 18 ára aldri á kjördag kosningarétt skv. a-lið 2. mgr. 1. gr. kosningalaga. Þeir íslenskir ríkisborgarar sem fluttu lögheimili sitt til útlanda fyrir 1. desember 2012 verða teknir á kjörskrá fyrir Alþingiskosningarnar hafi þeir sótt um það til Þjóðskrár fyrir 1. desember 2020, sbr. b-lið 2. mgr. 1. gr., sbr. 2. laga nr. 24/2000. 

Kjörskrá miðast við skráningu lögheimilis í sveitarfélagi skv. íbúaskráningu þjóðskrár fimm vikum fyrir kjördag, þann 21. ág´sut 2021. Sveitarstjórnir sjá um að leiðrétta kjörskrárstofna eftir því sem tilefni er til. Á 184. fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga samþykkti bæjarstjórn að veita staðgengli bæjarstjóra og bæjarstjóra fullnaðarumboð til að fjalla um athugasemdit, gera viðeigandi leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 25. september 2021 skv. 27. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.