Jón sterki býður í jólamat á aðfangadagskvöld

Jólin eru hátíð fyrir flesta, en þó eru þeir til sem af einhverjum ástæðum sjá sér ekki fært að halda þau hátíðleg eða gera sér glaðan dag. Margir eru einir um hátíðarnar og það á enginn að þurfa að vera. Á aðfangadag í ár er fyrirhugað að bjóða þessum einstaklingum í jólakvöldverð á veitingastaðnum Jóni sterka í Vogum. Það er rekstraraðili veitingastaðarins sem sér um viðburðinn í samvinnu við sveitarfélagið. Nánar má fræðast um þetta í meðfylgjandi auglýsingu.

 

Ef félög eða einstaklingar vilja leggja verkefninu lið má snúa sér til Söndru Helgadóttur (sími 866-1400) eða Daníels Arasonar menningarfulltrúa (sími 867-2921 og netfang daniel@vogar.is).