Jólatónleikum KK og Ellenar aflýst

Tónleikunum er því miður aflýst
Tónleikunum er því miður aflýst

Vegna afar dræmrar miðasölu á jólatónleika KK og Ellenar í Vogunum sem fyrirhugaðir voru á laugardaginn hefur verið ákveðið að aflýsa þeim. 

Þeir sem keyptu sér miða á tix.is fá þá endurgreidda.

Þeir sem keyptu sér miða í Versluninni Vogum geta skilað þeim þar og fengið endurgreidda EÐA notað þá á tónleika KK og Ellenar í Grindavík í kvöld 5. desember eða í Reykjanesbæ fimmtudaginn 12. desember.