Íþróttamaður ársins í Sveitafélaginu Vogum 2020

Laugardaginn 16.janúar næstkomandi, klukkan 12:30 verður Íþróttamaður ársins í Sveitarfélaginu Vogum 2020 útnefndur í Tjarnarsal. Fimm einstaklingar hafa verið tilnefndir og verða allir heiðraðir, og einn af þeim verður svo útnefndur Íþróttamaður ársins.

Tilnefndir eru:

  • Adam Árni Róbertssson
  • Róbert Andri Dryzmkowski
  • Rafal Stefán Daníelsson
  • Alexander Helgason
  • Andy Pew

Einnig verða sérstök heiðursverðlaun veitt fyrir góða frammistöðu á árinu og eru þau stíluð á knattspyrnugrein í ár.

Á sama viðburði fá svo efnilegustu börn og unglingar hvatningarverðlaun Sveitarfélagsins Voga. Að þessu sinni geta einungis tilnefndir og verðlaunahafar mætt á viðburðinn vegna samkomutakmarkanna, en VogarTV streyma viðburðinum á netið svo allir geti fylgst með heima frá.

"Við hvetjum alla til að fylgjast með!"