Íþróttamaður ársins - frestur framlengdur

Sökum þess að örlítið ósamræmi var á milli auglýsingar og svo reglna sveitarfélagsins um kjör á íþróttamanni ársins 2019 var tekin sú ákvörðun að frestur til þess að skila inn tilnefningum, var framlengdur til og með fimmtudaginn 12. desember næstkomandi. Hægt er að skila inn tilnefningum ásamt rökstuðningi í lokuðu umslagi á bæjarskrifstofur eða í tölvupósti til Íþrótta- og tómstundafulltrúa matthias@vogar.is.


Framlengdur frestur nær einungis til tilnefninga um íþróttamann ársins

Hér má sjá reglur sveitarfélagsins um kjör á íþróttamanni ársins. https://www.vogar.is/static/files/Stefnur-reglur-samthykktir/5-Fristunda-og-menningarmal/1_865_ithrottamann-arsins.pdf