Í Vogunum verða furðuverur á ferli á Öskudaginn

Ratleikur og páskaegg

Við höfum sett upp stafrænan ratleik fyrir börnin í Sveitafélaginu sem gengur út á það að safna stigum. Hægt er finna Ratleikjaappið bæði fyrir Iphone síma og Android síma.

Þegar búið er að klára ratleikinn fá öll börn páskaegg í verðlaun á bæjarskrifstofunni.   Þar verður tekin mynd af þáttakendum og fá tveir flottustu og tveir frumlegustu búningarnir aukaverðlaun.

Við hvetjum fjölskyldur til þess að fara í ratleikinn saman og njóta samverunnar um leið og nánasta umhverfi er kannað.

Ratleikurinn verður opinn áfram þannig að hægt er að leika sér bæði á öskudaginn og um helgina.