Hvetjum íbúa til að huga að niðurföllum

Íbúar eru beðnir um að huga að niðurföllum við hús sín og í nærumhverfi. Moka þarf frá niðurföllum og passa að þau stíflist ekki en spáð er asahláku um helgina með talsverði rigningu og 6 til 9 stiga hita. Mikill snjór er fyrir sem eykur á leysingar sem gera má ráð fyrir að verði talsverðar. Að auki er síðan stórstreymi sjávar sem gæti hægt á fráveitukerfinu vegna lágrar sjávarstöðu Voga. Því er nauðsynlegt að íbúar séu á varðbergi vegna hláku um helgina.