Hvernig undirbý ég mig fyrir neyðarástand?

Fimmtudaginn þann 22. maí mun Rauði Krossinn á Íslandi standa fyrir fræðslu og umræðum í Tjarnarsal um andlegan og praktískan undirbúning fyrir neyðarástand. Fundurinn er hluti af landsátakinu "Ertu klár" hjá Rauða krossinum sem miðar að því að efla fræðslu og skapa umræður um málefnið. Neyðarástand getur skapast af ýmsum ástæðum og jafnvel með stuttum eða engum fyrirvara. Með því að geta bjargað okkur sjálf í einhverja daga léttum við álag á viðbragðsaðilum og öðrum mikilvægum stoðum í samfélaginu.

Hvetjum við íbúa og aðra áhugasama til þess að mæta og kynna sér efnið og nýta tækifærið til þess að spyrja fagaðila að hverju því sem kann að leika vafi á. 

Fundurinn verður haldinn í Tjarnarsal, fimmtudaginn 22. maí, kl 20:00.