Hugsanleg gosmengun

 

Eins og gasdreifingarspáin er núna þá er spáð yfir 2600 µg/m3 í Vogum í kvöld kl 20 og yfir 600 g/m3 í Vogum, Njarðvík, Keflavík og Sandgerði annað kvöld. Þó ber að hafa í huga að spáin hefur hingað til verið að ofmeta styrkinn við yfirborð.

 

Hér að neðan eru hlekkir á upplýsingar fyrir almenning sem hefur verið dreift á stöðufundi með viðbragðsstjórn og almannavörnum. Veðurstofa er með vöktun og ákveðin viðmið hvenær alm.v. er gert sérstaklega viðvart.

Hætta á heilsutjóni vegna loftmengunar frá eldgosum: Leiðbeiningar fyrir almenning á vef sóttvarnalæknis https://island.is/eldgos (hlekkur efst á síðu).

Heilsuverndarmörk fyrir SO2 eru 350 μm/m3 fyrir klukkustundar meðaltal. Sérstaklega viðkvæmir eru börn, einstaklingar með undirliggjandi lungna- eða hjartasjúkdóm og þungaðar konur (vegna fósturs). Sjá töflu í ofannefndu skjali bls. 3. Við ákveðin mörk (600) ættu börn að vera inni (nema til að fara milli staða ef þarf), fólk að forðast áreynslu utandyra og við enn hærri gildi (2600) er öllu fólki ráðlagt að halda sig innandyra og loka gluggum.

Tafla og leiðbeiningar einnig hjá UST https://loftgaedi.is/

UST myndband um mat á loftgæðum https://www.youtube.com/watch?v=bdZaUzrXlXM

Veðurstofa. Vakt um gasmengun og spá https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/