Hugmyndasöfnun Fyrir Voga

Mjög vel hefur gengið að safna hugmyndum í samráðsverkefninu Fyrir Voga inn á www.betraisland.is Aðeins eru 10 dagar síðan að opnað var fyrir tillögur um framkvæmdir og viðhaldsverkefni frá íbúum sveitarfélagsins. Nú þegar hafa 16 fjölbreyttar hugmyndir borist og er virkilega gaman að sjá að íbúar taka virkan þátt í þessu verkefni.

Bæjarstjórn ætlar að verja 7 milljónum í verkefnið í ár og þó svo ekki verði hægt að framkvæma nema hluta hugmyndanna á árinu munu þær hugmyndir sem ekki koma til framkvæmda að þessu sinni verða skoðaðar síðar. Lykilatriði að góðri hugmynd er að hún nýtist hverfum eða íbúum sveitarfélagsins í heild. Hún sé auðveld í framkvæmd, sé í verkahring sveitarfélagsins, falli að skipulagi og kostnaður sé ekki mjög mikill.

Vettvangurinn er opinn öllum til skoðunar og til þátttöku gegn skráningu og samþykki á notendaskilmálum. Við hvetjum íbúa til að skrá sig inn á Fyrir Voga á https://www.betraisland.is/group/12476 og taka þátt.

Allir eru hvattir til að vera með en safnað verður saman hugmyndum til mars 1. 2022.

Eftirfarandi hugmyndir hafa nú þegar borist:

 • Afgirt hundasvæði
 • Hjólabraut
 • Lagfæra hjólabrettasvæði við skólann
 • Fegra ásýnd bæjarins
 • Fleiri ruslatunnur
 • Stígur upp að vörðunni á Grímshól
 • Framtíð smábátahafnar í Vogum
 • Frystihúsið Vogar hf
 • Hreystivöll við skóla
 • Bekkir við hoppubelg
 • Hreystigarður
 • Siglingaklúbbur eða aðgengi að kajökum til leigu hjá bænum
 • Sjósundsaðstaða og príla yfir varnargarð
 • Bætt lýsing á göngustígum
 • Leiktæki í sundlaug
 • Hugmyndir er varða lýsingu við ströndina, útiæfingasvæði, verslun og svæði fyrir unglingastig grunnskólans og önnur börn sveitarfélagsins