Hreyfivika í Vogum 6.-12.maí 2019.

Mánudagur 6. maí

  • Heilsubótarganga fyrir alla kl.18:30. 5 km gangan hefst við Vogabæjarhöllina. Gengið er út Stapaveg þar sem komið er inn á malarveg. Eftir 3 km er stuttur utanvegakafli uns komið er inn á göngustígakerfi þar sem gengið er með sjónum, umhverfis Vogatjörn og að Vogabæjarhöllinni. Hvetjum alla bæjarbúa til að fjölmenna í kvöld.

Þriðjudagur 7. maí

  • Vogaþrek Þróttar fyrir fólk á öllum aldri í Íþróttamiðstöðinni kl 06:15.  Stöðvaþjálfun og allir velkomnir.

Miðvikudagur 8. maí

  • Hjólatúr "klukkan 18:00" Íþróttamiðstöð.

Hjólað er frá Íþróttamiðstöð og beygt til vinstri, norður Vatnsleysustrandarveg. Hjólað er sem leið liggur að vegi merktum Austurkoti, Traðarkoti og Brunnastöðum. Leiðin liggur um heimreið bæjanna Austurkots, Efri- og Neðri - Brunnastaða. Stuttur kafli er meðfram sjóvarnargarði til suðurs og þaðan sem leið liggur um hlað Skólatúns og aftur út á Vatnsleysustrandarveg. Á leiðinni til baka er komið við í Smáratúni. Þar er gert hlé á hjólreiðum, lömbin hjá Árna og Brynhildi skoðuð og nesti borðað. Sama leið er svo hjóluð til baka í átt að Vogum. Leiðin er um 6 km og ætti að henta allri fjölskyldunni frá ca. sex ára aldri.

  • Badminton fyrir alla sem langar að prófa kl 21:00-22:00.

Fimmtudagur 9. maí

  • Boccia- Allir mega koma og vera með kl 14:00. Leiðsögn fyrir byrjendur.
  • Heilsubótarganga fyrir alla kl.18:30 5 km gangan hefst við Vogabæjarhöllina. Gengið er út Stapaveg þar sem komið er inn á malarveg. Eftir 3 km er stuttur utanvegakafli uns komið er inn á göngustígakerfi þar sem gengið er með sjónum, umhverfis Vogatjörn og að Vogabæjarhöllinni. Hvetjum alla bæjarbúa til að fjölmenna í kvöld.

Föstudagur 10. maí

  • Knattspyrnuleikur. Þróttur-Kári í Meistaraflokki karla kl 19:15

Laugardagur 11. maí

  • Fótbolti á Vogaídýfuvelli kl 10:00.

           Fyrir allar aldurshópa og skiptum í lið. Oldboys mæta á svæðið.

Frítt í sund og þrek alla vikuna!

Hér er slóð á Facebook síðu Hreyfivikunnar.