Hjólreiðastígurinn formlega opnaður við hátíðlega viðhöfn

staðsetning viðburðar (rauður kross).
staðsetning viðburðar (rauður kross).
Laugardaginn 26. júní klukkan eitt, verður nýi hjólreiðastígurinn formlega opnaður fyrir umferð. Athöfnin mun eiga sér stað hálfa vegu milli Brunnastaðahverfis og Voga, nánar tiltekið á gatnamótum stígsins og reiðstígsins (sjá mynd með frétt). Bryndís í Sunnuhlíð mun vígja stíginn með því að klippa á borða. Lögreglan verður á staðnum til þess að yfirfara búnað yngri kynslóðarinnar og verður ávaxtasafi og hraun í boði meðan að byrgðir endast.