Hjólreiðamót á Vatnsleysustrandarvegi - förum varlega!

Næstkomandi fimmtudag, 6. maí 2021, mun Hjólreiðadeild Breiðabliks standa fyrir hjólreiðamóti á Vatnsleysustrandarvegi. Framkvæmdin fer þannig fram að einn hjólreiðamaður er ræstur í einu og svo næsti 30 sek. síðar og svo koll af kolli (svokölluð tímataka). Hver keppandi hjólar frá Vogum að hringtorgi (11 km) og svo sömu leið til baka að Vogum. Fyrsti keppandinn er ræstur kl. 19:00 og er áætlað að síðasti keppandi komi í mark í kringum kl. 20:40 þannig að mótið mun standa yfir í tæpa tvo tíma.

Leyfi hefur verið veitt af Lögreglunni, Vegagerðinni og Þrótti fyrir mótinu og með erindi þessu upplýsum við ykkur íbúa við Vatnsleysustrandarveg um mótið og tímasetningu þess.

Við vonumst til að hægt verði að sýna keppendum tillitssemi og takmarka bílaumferð á þessum tíma. Okkur þætti vænt um ef íbúar hefðu tök á að koma út að vegi og hvetja keppendur til dáða.

Ef einhverjar spurningar vakna þá endilega hafið samband við undirritaðan.

 

Með góðum kveðjum fyrir hönd stjórnar Hjólreiðadeildar Breiðabliks,

Bjarni Óli Haraldsson keppnisstjóri

sími: 771 6800