Heimsókn bæjarstjórnar og skipulagsnefndar í Sveitarfélagið Ölfus

Fulltrúar bæjarstjórnar og skipulagsnefndar auk starfsmanna bæjarins og Alta ráðgjafar sem vinnur me…
Fulltrúar bæjarstjórnar og skipulagsnefndar auk starfsmanna bæjarins og Alta ráðgjafar sem vinnur með Sveitarfélaginu Vogum í tengslum við fyrirhugaða atvinnuuppbygginu á Keilisnesi.

Bæjarstjórn og skipulagsnefnd Voga fóru á dögunum í vinnuferð og heimsóttu Sveitarfélagið Ölfus og kynntu sér þá miklu atvinnuuppbyggingu sem hefur átt sér stað í sveitarfélaginu á síðustu árum. Heimsótti hópurinn meðal annars fiskeldisstöð fyrirtækisins Landeldi hf. sem vinnur að uppbyggingu fiskeldis í Þorlákshöfn en þar er stefnt að því að ala allt að 52 þúsund tonn af laxi árlega.  Eru þetta mestu áform um land­eldi sem uppi eru hér á landi. Land­eldi hf. hef­ur hafið eldi í fyrsta áfanga stöðvar­inn­ar og er að ljúka um­hverf­is­mats­ferli fyr­ir næstu tvo áfanga.

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi og Sigmar B. Árnason sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs tóku á móti hópnum í ráðhúsi Ölfuss og fóru yfir stefnumörkun sveitarfélagsins og sögðu frá áherslum og reynslu þeirra af uppbyggingu verkefna tengdum matvælaframleiðslu í sveitarfélaginu. 

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá heimsókninni.