Heilsuleikskólinn Suðurvellir óskar eftir að ráða í stöður skólaárið 2025-2026

 Heilsuleikskólinn Suðurvellir óskar eftir að ráða í eftirfarandi stöður skólaárið 2025-2026:
• Leikskólakennara
• Leikskólakennara í sérkennslu / þroskaþjálfi
• Deildarstjóra

Suðurvellir er fjögurra deilda leikskóli sem vinnur eftir viðmiðum Heilsustefnu Unnar
Stefánsdóttur. Virðing, umhyggja, samvinna og gleði eru leiðandi hugtök í leikskólanum og rík
áhersla er lögð á gæði í samskiptum. Yfirmarkmið leikskólans er að auka gleði og vellíðan barna
með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik og starfi.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leyfisbréf kennara
• Önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
• Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
• Góð íslenskukunnátta

Fáist ekki kennari í starfið þá koma aðrar umsóknir til greina.
Vakin er athygli á að starfið hentar einstaklingum óháð kyni.

Sótt er um starfið á heimasíðu leikskólans:
www.sudurvellir.leikskolinn.is/Upplysingar/Starfsumsokn

Allar nánari upplýsingar veitir Heiða Hrólfsdóttir leikskólastjóri í síma 440-6240.
Senda má fyrirspurnir á netfangið leikskoli@vogar.is