Heilsuleikskólinn Suðurvellir - haustúthlutun

Á fundi bæjarstjórnar þann 26. apríl 2023 staðfesti bæjarstjórn endurskoðaðar reglur fræðslunefndar um leikskólavist í Sveitarfélaginu Vogum.

Í ár fer aðalúthlutun leikskólaplássa fyrir haustönn fram í maí en samkvæmt nýsamþykktum reglum um leikskólavist sem fræðslunefnd samþykkti þann 17. apríl sl. mun aðalúthlutun framvegis fara fram í apríl ár hvert.

Foreldrar/forsjáraðilar sem hyggjast sækja um leikskóladvöl fyrir næsta haust þurfa að skila inn umsókn fyrir 10. maí næstkomandi vegna úthlutunar á leikskólaplássum við upphaf næsta skólaárs. Úthlutun mun fara fram fyrir lok maí.

Skilyrði fyrir leikskóladvöl er að barn eigi lögheimili og hafi fasta búsetu í Sveitarfélaginu Vogum.

Sækja má um leikskóla frá fæðingardegi barns eða strax og kennitala þess hefur verið skráð í þjóðskrá. Börn eru skráð á biðlista og innritast í leikskóla eftir kennitölu, þau elstu fyrst, að teknu tilliti til reglna um forgang.

Reglur um leikskólavist í Sveitarfélaginu Vogum

Heilsuleikskólinn Suðurvellir, heimasíða

Umsókn um skólavist