Gróður á lóðarmörkum

Öll viljum við geta komist auðveldlega um gangstéttar og göngustíga sveitarfélagsins.
Sumstaðar vex trjágróður á lóðum það mikið út fyrir lóðarmörk að vandræði og jafnvel hætta stafar af. Þetta á við um bæði umferð gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda. Einnig eru dæmi um að trjágróður skyggi á umferðarmerki, götuheiti og jafnvel lýsingu.

Mikill trjágróður getur einnig tafið snjómokstur og valdið skemmdum á tækjum sem eru notuð til að þjónusta bæjarbúa.

Vaxi gróður út fyrir lóðarmörk þarf lágmarkshæð yfir gangstétt eða gangstíg vera 2,8 metra og 4,2 metrar yfir akbraut.

Umhverfisnefnd vill hvetja íbúa sveitarfélagsins til að hafa þessi mál í lagi og snyrta trjágróður á lóðarmörkum eftir því sem þörf er á. Þá skal snyrtingu gróðurs vera lokið fyrir 5.apríl en eftir þann tíma má búast við að gróður verði fjarlægður á kostnað lóðarhafa.

Byggingarreglugerð setur garðeigendum þá skyldu á herðar að halda gróðri innan lóðarmarka. Í reglugerðinni nr. 112/2012 gr. 7.2.2 segir: „Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa eða runna á lóðinni innan lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir lóðarmörk við götu, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangenginni aðvörun".