Grænar greinar frá Orkusölunni

Grænar greinar er eitt af grænum verkefnum Orkusölunnar og er fyrst og fremst hugsað til vitundarvakningar og skemmtunar. Verkefnið felst meðal annars í því að færa sveitarfélögum plöntur og er það orðin árleg hefð að taka á móti fulltrúum fyrirtækisins hér í sveitarfélaginu. 

Þetta er okkur einstaklega ljúft þar sem upphafsmaður þessa verkefnis er Vogamaðurinn Friðrik Valdimar Árnason fyrrverandi starfsmaður Orkusölunnar.

Í fyrra gróðursetti Orkusalan yfir þúsund plöntur í skógi sínum við Skeiðsfossvirkjun og áttu góðan dag saman með starfsmönnum og þeirra fjölskyldum eftir að verkefni sumarsins kláraðist. Frá því að Orkusalan var stofnuð hefur fyrirtækið ræktað skóg við Skeiðsfossvirkjun. Markmið skógræktarinnar er að rækta fjölnytjaskóg sem fellur vel að landinu, því fellur þetta verkefni vel að markmiðunum.

 

Sveitarfélagið mun finna þessu tré verðugan stað og verður gaman að fylgjast með því vaxa og dafna. Þess má geta að í ár fengum við Rósareyni að gjöf.