Gönguferð frá Grindavík til Voga - Myndir

Ungmennafélagið Þróttur stóð fyrir hreyfiviku árið 2020 og stóð hún yfir dagana 25. til 30. maí. Einn viðburður vikunnar var gönguferð frá Gindavík til Voga og var ferðin í samstarfi við Minja- og sögufélagið. Gengin var gamla gönguleiðin og djúpir stígar í klappirnar eftir hestahófa eru til marks um að þessi leið hefur verið farin nokkrum sinnum áður. Ægifegurð landslagsins lætur svo engan ósnortinn.

Fréttaritari sveitarfélagsins var með í för og tók nokkrar myndir