Góðar tillögur komnar í framkvæmd

Bætt hefur verið við bekk við ærslabelg

Í vetur var í gangi samráðsverkefnið „Fyrir Voga“ á vefsvæðinu www.betraisland.is Þar gafst íbúum sveitarfélagsins tækifæri á að taka þátt í lýðræðislegri umræðu um framkvæmdir og viðhaldsverkefni. Hugmyndasöfnunin fór fram frá í byrjun janúar fram í miðjan mars og bárust 20 góðar tillögur.

Umhverfisnefnd ákvað að velja tillögur sem eru auðveldar í framkvæmd og góður stuðningur var við. Ásamt því að kostnaður væri ekki mjög mikill þannig að nokkrar hugmyndir verði að veruleika.

Eftirfarandi tillögur er lagðar til í ár:

  • Bætt lýsing á göngustígum
  • Bekkir við hoppubelginn
  • Fleiri ruslatunnur
  • Afgirt hundasvæði
  • Útikennslustofa
  • Stígur upp að vörðunni á Grímshól

Íbúum er þakkað fyrir góðar tillögur en ætlunin er að vinna áfram með þær tillögur sem bárust á næstu árum.

Bætt lýsing göngustíga við leikskólann