Garðaskoðun 2019

Nú ríkir hásumar þar sem veðurguðirnir hafa baðað okkur í sól og sumaryl (en verið heldur sparir á gróðraskúrir fyrri hluta sumars). Nú þegar allt stendur í háblóma ætlar umhverfisnefnd sveitarfélagsins að vera á ferðinni og litast um eftir vel hirtum og snyrtilegum eignum. Margir íbúar hafa notað góðviðrisdagana til að dytta að og snyrta hús sín og lóðir.  Nefndin óskar eftir tillögum til umhverfisviðurkenninga.

 

Veittar verða viðurkenningar fyrir fallega og snyrtilega heildarmynd húss og lóðar.

 

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga