Gabríella Sif Bjarnadóttir hlaut verðlaun í smásögukeppni

Félag enskukennara á Íslandi heldur árlega smásögukeppni og má hver framhaldsskóli á landinu senda inn þrjár smásögur. Í ár hlaut Menntaskólinn í Reykjavík fyrstu og önnur verðlaun og voru það tvær stúlkur sem áttu verðlaunasögurnar. Önnur þeirra er Gabríella Sif Bjarnadóttir en hún er Vogabúi og útskrifaðist úr Stóru-Vogaskóla fyrir tveim árum. 

Það er gaman þegar ungmenni úr Sveitarfélaginu ná svona góðum árangri og um leið og við óskum Gabríelu til hamingju með árangurinn viljum við hvetja alla íbúa til að senda okkur ábendingar um svona skemmtilegar fréttir. 

Hér má lesa nánar um keppnina og einnig nálgast sögurnar sem hlutu verðlaun