Fréttir af COVID og náttúruvá

Eins og glöggir lesendur heimasíðunnar hafa tekið eftir er búið að taka niður Rauðu og Gulu COVID og Náttúruvár borðana af heimasíðunni. Það er gert af þeirri ástæðu að sem betr fer hefur hvorugt bein áhrif á starfsemi sveitarfélagsins. Vonandi heldur það áfram og ekki reynist þörf á að setja aftur upp borðana en gerist það verða þeir auðvitað settir aftur á forsíðu

Þær upplýsingar sem voru komnar eru samt sem áður aðgengilegar undir hlekknum COVID/NÁTTÚRUVÁ sem er efst á síðunni, hægra megin. Fyrlr almennar upplýsingar og fréttir er svo bent á heimasíðu Almannavarna, www.almannavarnir.is 

Ítrekað er að stjórnendur sveitarfélagsins fylgjast jafn grannt með þróun mála og áður og eru í daglegum samskiptum við yfirvöld vegna þessa.