Framkvæmdir við Tjaldsvæði

Vegna framkvæmda sem standa yfir við tjaldsvæði þarf að loka tímabundið innkeyrslu að Íþróttamiðstöð frá og með mánudeginum 27. maí. Á meðan verður hjáleið frá Hafnargötu um plan austan við bílastæði við Íþróttamiðstöðina.


Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar framkvæmdir kunna að valda.