Framkvæmdaleyfi Suðurnesjalínu 2 staðfest

Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri og Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets hf. við undirritu…
Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri og Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets hf. við undirritun samkomulags um Suðurnesjalínu 2 þann 30. júní 2023.

Þann 25. janúar sl. staðfesti úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ákvörðun bæjarstjórnar um að veita Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. 

Hraunavinir, Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands kærðu þá ákvörðun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga frá 30. júní 2023 að veita Landsneti hf. framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Var þess krafist að hin kærða ákvörðun yrði felld úr gildi og jafnframt var gerð krafa um stöðvun framkvæmda meðan málið væri til meðferðar, Kröfunni um stöðvun framkvæmda varr hafnað með úrskurði uppkveðnum 28. september 2023. 

Í úrskurði nefndarinnar frá 25. janúar sl. kemur fram að nefndin telji ekki þá form- eða efnisannmarka á undirbúningi eða meðferð hinnar kærðu ákvörðunar að ógildingu varði og var kröfu kærenda því hafnað.

Úrskurðinn má nálgast hér á vef úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.