Forsætisráðherra heimsótti Voga

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsótti Sveitarfélagið Voga í hádeginu í dag og átti fund með bæjarstjóra. Á fundi þeirra voru rædd ýmis mál sem snerta málefni sveitarfélagsins og þá miklu uppbyggingu sem á sér stað í Vogum,  móttöku nýrra íbúa frá Grindavík og samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Mál dagsins og síðustu daga, heitavatnsskortur og mikilvægi dreifikerfi vatns- og raforku fyrir íbúa og atvinnustarfsemi á svæðinu var að sjálfsögðu ofarlega á baugi í samtali þeirra.