Í framhaldi af vel heppnuðum foreldrafundi nýlega hefur foreldrafélag Stóru-Vogaskól í samvinnu við Sveitarfélagið ákveðið að hefja foreldrarölt á föstudagskvöldum. Foreldrarölt er samfélagslegt framtak sem hefur reynst vel í öðrum bæjarfélögum og haft jákvæð áhrif á öryggi og velferð barna. Lögreglan hefur meðal annars bent á að slík verkefni dragi úr óæskilegri hegðun unglinga og styrki samstöðu foreldra og samfélagsins í heild.
Hvernig virkar foreldrarölt?
Foreldrar og forráðamenn barna í 6.–10. bekk skipta með sér helgum. Hver bekkur ber ábyrgð á að sjá um sitt rölt, með fyrstu og síðustu helgi þessa fyrsta tímabils í höndum stjórnar Foreldrafélagsins, 29. nóvember.
Áður en farið er í rölt er gott að kynna sér ráðleggingar sem verða aðgengilegar í formi upplýsingablaðs eða á netinu.
Að rölti loknu skila þátttakendur stuttri skýrslu rafrænt eða á pappír. Rafræna skýrslu er hægt að fylla út hér: Skýrsluskil.
Þátttakendur eru hvattir til að vera með hérna á þessari facebooksíðu -> Foreldrarölt í Vogum á Vatnsleysuströnd (https://www.facebook.com/groups/568932408847758).
Hvernig skrái ég mig?
Aðstandendur barna í öðrum bekkjum, eða aðrir sem vilja taka þátt, geta skráð sig í foreldrarölt í gegnum eftirfarandi hlekk: Skráning.
Dagatal foreldrarölts
Hér að neðan má sjá hvaða bekkur er á hvaða helgi:
| Föstudagurinn |
Hver er ábyrgur fyrir röltinu |
| 29.11.2024 |
Stjórn foreldrafélagsins |
| 6.12.2024 |
10. bekkur |
| 13.12.2024 |
10. bekkur |
| 20.12.2024 |
10. bekkur |
| 27.12.2024 |
9. bekkur |
| 3.1.2025 |
9. bekkur |
| 10.1.2025 |
9. bekkur |
| 17.1.2025 |
8. bekkur |
| 24.1.2025 |
8. bekkur |
| 31.1.2025 |
8. bekkur |
| 7.2.2025 |
7. bekkur |
| 14.2.2025 |
7. bekkur |
| 21.2.2025 |
7. bekkur |
| 28.2.2025 |
6. bekkur |
| 7.3.2025 |
6. bekkur |
| 14.3.2025 |
6. bekkur |
| 21.3.2025 |
10. bekkur |
| 28.3.2025 |
10. bekkur |
| 4.4.2025 |
9. bekkur |
| 11.4.2025 |
9. bekkur |
| 18.4.2025 |
8. bekkur |
| 25.4.2025 |
8. bekkur |
| 2.5.2025 |
7. bekkur |
| 9.5.2025 |
7. bekkur |
| 16.5.2025 |
6. bekkur |
| 23.5.2025 |
6. bekkur |
| 30.5.2025 |
Stjórn foreldrafélagsins |
Við hvetjum alla foreldra til að taka þátt í þessu mikilvægasta samfélagsverkefni.
Það þarf heilt þorp til að ala upp barn!
Foreldrafélag Stóru-Vogaskóla og Sveitarfélagið Vogar