Flutningur á lausri kennslustofu

Síðustu vikur hefur staðið yfir undirbúningur að uppsetningu færanlegrar kennslustofu við Heilsuleikskólann Suðurvelli. Stefnt er að flutningi hennar og uppsetningu í kvöld og á morgun. Svo verkefnið geti gengið greiðlega fyrir sig verður akstursleið að leikskólanum að vera greið. Vogagerði verður lokað á meðan flutningi stendur og mikilvægt er að engum bílum eða kerrum sé lagt við götuna og á það einnig við um bílastæðið við leikskólann. Það verður einnig lokað á morgun þriðjudag.