Fjöruhreinsun í Flekkuvík

Nú skal tekið til hendinni í Flekkuvík! Á sunnudaginn 9. júní verður fjöruhreinsun í Flekkuvík og mun Blái herinn leggja okkur lið. Safnast verður saman í Flekkuvík kl 13 og verður síðan gengið með fjörunni. Áætlað er að verkefnið taki um 2-3 tíma. Blái herinn mun útvega allar nauðsynjar, þ.e. poka oþh. 

Við auglýsum eftir sjálfboðaliðum til þess að hjálpa okkur, margar hendur vinna létt verk. 

Fyrir þá sem ekki vita hvar Flekkuvík er: Ekið frá Vogum inn Vatnsleysuströnd, veg 420. Fram hjá Kálfatjarnarkirkju og Litla bæ / Bakka. Flekkuvík er síðan næsti afleggjari til vinstri þegar komið er niður hæðina. Þar eru tvö Eyðibýli.