Fjórir Vogabúar útskrifast frá Háskóla Íslands

Háskóli Íslands brautskráði 505 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi föstudaginn 17. febrúar 2023. 

Þó það sé sannarlega ekki óvanalegt að einstaklingar úr Vogunum útskrifist úr háskólum þá hlýtur það að vera óvenjulegt, ef ekki einstakt að fjórir Vogabúar útskrifist saman daginn úr sama háskóla.

En í hópnum sem útskrifaðist frá HÍ þennan dag voru fjórir Vogabúar. Það voru þau Arnar Egill Hilmarsson sem útskrifaðist með BS-próf í hagfræði, Petra Rut Rúnarsdóttir útskrifaðist með MS-próf í verkefnastjórnun, Hanna Stefanía Björnsdóttir útskrifaðist með BA-próf í félagsráðgjöf og Sindri Jens Freysson sem útskrifaðist með BS-próf í tæknifræði.

Við óskum þeim öllum til hamingju með áfangann.