Fjölskyldudagar - dagskráin í dag, laugardag!

Þá er það laugardagurinn, hápunktur Fjölskyldudaga. Dagurinn í dag er uppfullur af skemmtilegum uppákomum fyrir alla fjölskylduna! Í gær sýndu BMX Brós listir sínar fyrir gesti og gangandi, Lions sá um reiðhjólaleikni hverfaleikanna og svo var hamborgaragrill í umsjón félagasamtaka sveitarfélagsins og loks var brekkusöngur undir stjórn Róberts Andra. Frábær dagur í alla staði! Við munum deila myndum frá skemmtuninni innan skamms.

Dagskrá dagsins í dag er:

Kl: 12:00 er lopapeysu sund hverfaleikanna, einn aðili tekur þátt fyrir hvert hverfi og sá fljótasti vinnur. Mætum alla til að koma að horfa á og mæta tímanlega!

Kl: 14:00 - 18:00 er markaður FEBV opinn í Álfagerði.

Kl: 13:00 - 16:00 Opnar dagskráin í Aragerði. Þar verður barnaskemmtun þar sem bæði leikhópurinn Lotta kemur og leikhópurinn Flækja, lazertag, bubbluboltar, hoppukastalar, hringekja og fleira. Jafnframt verða hamborgarar til sölu hjá björgunarsveitinni og kvennfélagi Fjóla verðu rmeð kaffi, kakó og vöflur og Lions félagið verður með kaffi og kleinur í Lions. Andlitsmálning verður í boði í félagsmiðstöðinni og vatnsrennibraut á gamla tjaldsvæðinu í boði Slökkviliðs suðurnesja. 

Kl: 14:30 koma fulltrúar frá Landvernd og veita starfsmönnum og þátttakendum vinnuskólans Grænfánann, en líkt og greint hefur verið frá þá hlaut vinnuskólinn hina alþjólegu viðurkenningu Grænfánans fyrir störf sín í sumar. Viðurkenningin verður veitt á sviðinu í Aragerði.

Kl: 19:30 hefst svo skrúðgangan þar sem hvert hverfi marserar í sínum litum.

Kl: 20:00 er stígvélagakast og konuburður í Aragerði, þessir liðir eru hluti af hverfaleikunum. 

Kl: 21:00 hefjast tónleikar kvöldsins á sviðinu í Aragerði.

Kl: 23:00 er flugeldasýning björgunarsveitarinnar Skyggnis, gott útsýni er á Arhól og þar um kring.