Fjölskyldudagar - dagskráin í dag, föstudag

Já, þá heldur gleðin áfram. Tónleikarnir í Háabjalla ollu ekki vonbrigðum, frekar en fyrri daginn og munum við fljótlega birta myndir frá gleðinni. Pubquiz Skyggnis fór fram í gærkvöldi eftir tónleikana og var það gula hverfið sem bar sigur úr býtum. Dagskrá Fjölskyldudaga er því komin á gott skrið og við krossum putta og vonum að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir um helgina.

Dagskrá dagsins i dag er þannig:

Kl: 14:00 - 18:00 er markaður Félags eldriborgara opinn í Álfagerði.

Kl: 16:00 - 17:30 er listasýning Eldþóru opin í Álfagerði

Kl: 17:00 - 18:00 er reiðhjólaleikni Lions, þessi dagskráliður er hluti af hverfaleikunum og keppa krakkarnir fyrir sitt hverfi. Skráning fer fram við mætingu, svo mætið tímanlega.

Kl: 18:00 - 19:00 eru BMX brós á Hafnargötunni og sýna listir sínar, þessi dagskrárliður hefur jafnan vakið mikla lukku.

Kl: 19:00 - 20:00 er Hamborgaragrill við Lionshúsið, hér leggja öll félagasamtökin í Vogunum hönd á plóg og hjálpast að.

Kl: 21:00 er svo hinn árlegi Brekkusöngur. Í ár, líkt og í fyrra þá er það Róbert Andri Drzymkowski sem leiðir brekkusönginn. Róbert Andri er  flestum Vogabúum kunnugur. Hann er fæddur og uppalinn í Vogunum, sannkallað hæfileikabúnt og fer létt með að fá alla í stuð með sér  þegar hann dregur fram gítarinn.