Fjölskyldudagar - dagskráin í dag, fimmtudag

Fjölskyldudagarnir voru keyrðir í gang af krafti í gær með golfmóti hverfaleikanna og heimaleik Þróttar. Þróttarar mættu vel á leikinn og létu vel í sér heyra. Það er heldur betur gaman að vera Vogabúi á svona dögum.

Í dag er dagskráin þannig:

Kl: 16:00 - 17:30 opnar unga listakonan hún Eldþóra sína fyrstu listasýningu. Eldþóra er öflugur Vogabúi sem er að þreyta sín fyrstu skref á listabrautinni, hún er fædd árið 2014 og hefur dreymt um að halda listasýningu lengi. Hugmyndirnar fyrir verkunum fær hún úr sínu daglega lífi og umhverfi. Sýningin hennar verður til sýnis í Álfagerð 17-20 ágúst frá kl 16:00-17:30.

Kl: 14:00 - 18:00 Markaður Félag eldriborgara í Vogum opnar í Álfagerði, markaðurinn verður einnig opinn á laugardag og sunnudag.

Kl: 18:00- 19:30 verða tónleikar í Háabjalla. Þessa tónleika má enginn láta framhjá sér fara! Á Háabjalla myndast einstök stemning þar sem gestir sitja inn í skóginum og njóta ljúfra tóna frá frábærum listamönnum! Söngfélagið uppigling byrjar stundvíslega klukkan 18:00, um klukkan 18:10 tekur söngkonan og lagahöfundurinn Birta Rós Sigurjónsdóttir við, Birta hefur gefið út lög undir nafninu Duld og er hún einstakur listamaður.  Um klukkan 18:40 tekur Páll Reykdal Jóhannesson við og iljar okkur með ljúfum tónum næsta hálftíman.  Rúsínan í pylsuendanum er svo sjálfur Mugison sem flestir þekkja. Skógræktarfélagið okkar sér um umgjörðina í Háabjalla og ef veður leyfir verður grillað pinnabrauð yfir opnum eldi.

Kl: 20:00 - 23:00 er pubquiz björgunarsveitarinnar Skyggnis. Pubquiz-ið er hluti af hverfaleikunum og eru 3 keppendur sem keppa fyrir hönd hvers hverfis. Hvetjum alla til að mæmta og styðja sitt hverfi!