Fjölskyldudagar - dagskráin í dag miðvikudag

Þá er loksins komið að Fjölskyldudögum sveitarfélagsins, víða ríkir mikil spenna og eftirvænting enda dagskráin uppfull af skemmtilgum uppákomum fyrir alla aldurshópa.

Dagskrá dagsins er:

Kl: 16:30 Golfmót Golfklúbbsins, þessi liður er hluti af hverfaleikum Fjölskyldudaga, hverfin hafa enn möguleika á að skrá þátttakendur fyrir sína hönd og má gera það með því að mæta tímanlega upp á golfvöll fyrir mótið.

Kl: 18:00 hefst heimaleikur Þróttar gegn KV og hvetjum við alla til að fjölmenna á völlinn. Björgunarsveitin stendur vaktina á grillinu og grillar hamborgara fyrir svanga Þróttara. Áfram Þróttur!

Eins vekjum við athygli á nýjum veitingastað sem opnað hefur að Tjarnargötu 26 (þar sem gamla pósthúsið var staðsett), staðurinn ber nafnið Kim Young Wings. Staðurinn hefur þegar fengið mikið lof fyrir góðan mat og óskum við þeim hins allra besta. Við hvetjum fólk til þess að kíkja á staðinn, smakka og auðvitað láta orðið berast.

Dagskrá fjölskyldudaga má finna hér.