Í næstu viku, 13. - 15. október, fer fram félagsmiðstöðva- og ungmennahúsa vika í Vogum. Markmið vikunnar er að vekja athygli á mikilvægi og gildi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa sem vettvangs fyrir börn og ungmenni til þátttöku, sköpunar og félagslegra tengsla. Foreldrar, forráðamenn, systkini, vinir og aðrir Vogabúar eru hvattir til að kynna sér starfsemi félagsmiðstöðvarinnar okkar í Vogum, Borunnar, og taka þátt í fjölbreyttum viðburðum sem verða í boði í tilefni vikunnar.
Hlutverk félagsmiðstöðva er að bjóða börnum og unglingum upp á fjölbreytt frístundastarf sem hefur forvarnar-, uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri og þroska þátttakenda. Markmiðið er að skapa öruggt og hvetjandi umhverfi þar sem ungt fólk getur notið samveru, afþreyingar og þátttöku með jafnöldrum.
Lögð er áhersla á að virkja börn og unglinga til þátttöku í starfi félagsmiðstöðvanna og hvetja þau til frumkvæðis og ábyrgðar. Dagskrá og viðburðir eru skipulagðir í nánu samráði við ungmennin sjálf og endurspegla þeirra áhugasvið og hugmyndir.
Það er ánægjulegt að greina frá því að þátttaka í starfi félagsmiðstöðvarinnar í vetur hefur verið afar góð – að meðaltali mæta um 30 unglingar í hverri viku.
Í tilefni félagsmiðstöðvavikunnar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá: