Fasteignagjöld 2021

Nú hafa álagningarseðlar fasteignagjalda verið gefnir út. Álagningarseðlar eru sendirí pósti til þeirra sem fæddir eru 1948 og fyrr en aðrir fá rafrænan seðil. Álagningarhlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði  er nú 0,335% en var 0,32%. Fráveitugjaldið er óbreytt. Sorphirðu- sorpeyðingargjald hefur hinsvegar hækkað lítillega. Aðrir gjaldaliðir eru óbreyttir frá fyrra ári.

Veittur er afsláttur á fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrisþegum, tekjuviðmið voru hækkuð á milli ára. Veittur er staðgreiðsluafsláttur af fasteignaskatti, séu gjöldin að fullu greidd eigi síðar en 20. febrúar 2021. Gjalddagar fasteignagjalda eru 10, frá 25. janúar – 25. október, eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.

Skýringar vegna álagningarseðils fasteignagjalda 2021

Reglur um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts til elli- og örorkulífeyrisþega