Til hamingju Stóru-Vogaskóli

 

eTwinning gæðamerkið

 

Verkefnið "Europeans by the Sea" hlaut eTwinning National Quality Label gæðamerkið en Stóru-Vogaskóli vann verkefnið í samstarfi við skóla í Pornic í Frakklandi og Battipaglia á Ítalíu.

Gæðamerkið var afhent á Verðlaunahátíð á vegum Rannís þriðjudaginn 14. nóvember 2023.

Á verðlaunahátíðinni voru afhent auk eTwinning gæðamerkja, Evrópumerkið fyrir tungumálanám og kennslu og Evrópuverðlaun fyrir nýsköpun í kennslu.
Það er mikill heiður fyrir Stóru-Vogaskóla að fá gæðamerkið sem hvetur til áframhaldandi samstarfs á vegum Erasmus+