Lagnaframkvæmdir við Ægisgötu

 

HsVeitur eru þessa dagana að hefja framkvæmdir við lagnavinnu frá Ægisgötu inn á Grænuborgarsvæðið. Verið er að leggja þangað hitaveitu, rafmagn, vatn og fjarskiptalagnir. Þetta er einn liðurinn í því að geta tekið þetta svæði í notkun sem fyrst. Við biðjum alla að fara varlega um framkvæmdasvæðið, sýna framkvæmdaaðilium tillitssemi og reyna að velja aðrar gönguleiðir á meðan á þessu stendur. Ekki er vitað hvað framkvæmdir standa lengi yfir en reynt verður að hraða þeim eins og kostur er.