Stóri plokkdagurinn - sunnudaginn 28. apríl

Stóri plokkdagurinn er næsta sunnudag 28. apríl.

Stóri plokkdagurinn verður haldinn frá morgni til kvölds sunnudaginn 28. apríl. Sveitarfélagið hvetur íbúa til virkrar þátttöku á deginum og plokka eins og vindurinn í sínu næsta nágrenni eða á öðrum vel völdum svæðum. Svo er náttúrulega tilvalið að plokka alla daga ársins!

Lions býður uppá kaffi og með því í Lions húsinu milli kl 10 og 13 fyrir alla plokkara.

Hægt verður að nálgast poka við Lions húsið, einnig verða þar plokktangir til láns (muna að skila þeim á sama stað). Gott er að skila rusli við Lions húsið og þjónustumiðstöð sveitarfélagsins. Einnig er hægt að láta vita af pokum og rusli sem þarf að sækja, best er að senda skilaboð á sveitarfélagið á facebook eða setja athugasemd við fréttina.

Dæmi um svæði og staði sem þarfnast plokkunar:

  • Vogaafleggjari
  • Kringum íþróttasvæði
  • Kringum Stóru-Vogaskóla
  • Allur útjaðar Voganna
  • Útivistarsvæði á Stapanum
  • Nýbyggingasvæði, Skyggnisholt og við Grænubyggð
  • Með Vatnsleysustrandarvegi
  • Strandlengjan
  • Hafnarsvæðið
  • Svæðið við Vogatjörn
  • Kringum Stóru-Vogaskóla
  • Kringum leikskólann

Tökum myndir og deilum #fyrirVoga #plokk2024