Vistvæn jólaráð

Vistvæn jólaráð

Mesti neyslutími ársins er handan við hornið. Umhverfisnefnd

Sveitarfélagsins Voga vill benda á að ýmislegt er hægt að gera til

þess að hátíðhöldin verði vistvænni og betri fyrir jörðina okkar.

Hér fylgja nokkur ráð. Við hvetjum fólk til að nota tæknina og

skoða fleiri hugmyndir m.a. á netinu. Verum líka ófeimin að deila

góðum ráðum okkar og reynslu sem víðast.

 

Gefa gjafabréf

Skemmtilegustu gjafabréfin eru persónuleg, innihalda ást og umhyggju

og þurfa ekki að kosta neitt. Dæmi: barnapössun, gönguferðir, samvera, spilakvöld

osfrv. Gefum hugmyndafluginu lausan tauminn.

 

Pakka í umhverfisvænar pakkningar

Endurnýtanlegir pokar, dagblada--‐ og tímaritapappír, gömul landakort og blaðsíður úr

ónýtum bókum nýtast líka vel. Svo má skreyta með könglum, greinum eða öðru úr

náttúrunni.

 

Forðast plast

Plast er allstaðar og erfitt að vera alveg laus við það. Það er ágætt að hafa í huga að

kaupa ekki plast sem er algjör óþarfi. Glimmer er t.d. plast og pakkaböndin.

 

Fara í búð ef eitthvað vantar, ekki til að gá hvort eitthvað vanti

Skynsemi. Það er hægt að nota hluti aftur og ekki alltaf þörf á að kaupa nýtt þó það

séu að koma jól. Og muna eftir margnota innkaupapokunum.

 

Flokka

Þið kunnið þetta – græna tunnan

 

Nýta matarafganga

Sumir henda afgangs mat. Það er hægt að búa til dýrindis máltíðir úr afgöngum. Það

er ekki bara gott fyrir jörðina heldur veskið líka.

 

Viðburðir og verslun í nærumhverfi

Leitum ekki langt yfir skammt. Spörum okkur sporin (eldsneyti og tíma) og sækjum

viðburði og verslun í nágrenni við okkur.

 

 Hugsum lengra þessi jól og göngum í lið með

náttúrunni. Vilji er allt sem þarf og höfum hugfast

að enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað.