Auglýsing um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Vogum

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti 27. apríl 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 – Íbúðarsvæði ÍB-3-1 vestan Vatnsleysustrandarvegar, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða er auglýst breyting á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst m.a. í að mögulegum íbúðum á svæðinu fjölgar um 400 og verður hverfið fullbyggt eftir breytingu með um 850-900 íbúðum, eða um 35-37 íbúðir á hvern hektara. Breytingin er tilkomin vegna samkomulags landeigenda meginhluta svæðisins og sveitarfélagsins um uppbyggingu svæðisins með íbúðafjölda í samræmi við tillögu að breytingu á aðalskipulagi.

Samhliða gerð breytingar á aðalskiplagi er gerð breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðisins Grænuborgar (sem nær yfir um helming íbúðarsvæðis ÍB-3-1) sem fellst m.a. í því að auka þéttleika byggðar á svæðinu og fjölga mögulegum íbúðum.

Breytingatillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu að Iðndal 2 og á heimasíðu sveitarfélagsins www.vogar.is frá 2. júní til og með 17. júlí 2022.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillögurnar til 17. júlí nk. Skila skal skriflegum athugasemdum á bæjarskrifstofu að Iðndal 2, 190 Vogum, eða á netfangið byggingarfulltrui@vogar.is

Hér að neðan má sjá skipulagsuppdrætti ofangreindra aðal- og deiliskipulagsbreytinga.


Aðalskipulagsbreyting

Deiliskipulagsbreyting