Elsti árgangur Vinnuskólans hefur störf á þriðjudaginn

Næstkomandi þriðjudag, þann 30. maí hefur elsti árgangur Vinnuskólans (2006) störf. Mæting er í Þjónustumiðstöð sveitarfélagsins að Iðndal 4, kl. 8:00.

Vinnutími Vinnuskólans er:

Árgangar 2006-2008

Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 8:00 – 12:00 og 13:00 – 15:00

Árgangur 2009 

Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 8:00 - 12:00

 

2006 árgangurinn hefur störf 30. maí

Aðrir árgangar hefja störf þann 12. júní.

 

Minnum á:

  • Að klæða sig eftir veðri. Öllum er ráðlagt að hafa með sér bakpoka með nesti og merkja fatnað, skó og stígvél.
  • Fara skal vel með verkfæri, stunda vinnuna samviskusamlega og fara eftir leiðbeiningum og fyrirmælum yfirmanna.
  • Foreldrar/forráðamenn skulu tilkynna veikindi eða leyfi beint til yfirflokkstjóra í síma 855-6234, Ellen Lind.

 

Yfirflokkstjóri Vinnuskólans er Ellen Lind, sími: 855-6234. Öll erindi varðandi Vinnuskólann, fyrir utan launamál, skal beint til hennar.

Upplýsingar um launamál veitir Hanna Lísa Hafsteinsdóttir, verkefnastjóri á umhverfis og skipulagssviði. Netfang: hannalisa@vogar.is

Nánari upplýsingar er að finna í Handbók Vinnuskólans 2023